Flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Félagsfundur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, haldinn 6. desember 2021 samþykkti boða til flokksval, þ.e. prófkjörs, þar sem allir félagsmenn í Samfylkingunni með lögheimili í Hafnarfirði, sem hafa náð 16 ára aldri á valdegi, og eru skráðir í Samfylkingarfélagið í Hafnarfirði hafa kosningarétt. Þá hafa einnig kosningarétt skráðir stuðningsaðilar Samfylkingarinnar sem eru 16 ára og eldri og hafa undirritað stuðningsyfirlýsingu og skráð sig á kjörskrá innan lokafrests til skráningar en kjörskrá skal lokað 7 dögum fyrir kosningar eða þann 5. febrúar 2022.

Kjörgengir eru allir félagsmenn í Samfylkingunni sem uppfylla skilyrði landslaga um kosningarétt og kjörgengi og hafa meðmæli félaga í Samfylkingunni.

Kosið verður um efstu 6 sætin á framboðslista, sem verður svokallaður paralisti. Það þýðir að kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annaðhvort sæti 1 eða 2, hið minnsta, annaðhvort næstu tveggja sæta og svo koll af kolli í hver tvö sæti.

Tilkynna skal framboð formlega fyrir lok 14. janúar 2022 á netfangið xshafnarfjordur@gmail.com.

Flokksvalið fer fram á tímabilinu 08:00 til 16:00 þann 12. febrúar 2022.

Pin It on Pinterest