Flokksval — tími og framkvæmd
Flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði verður rafrænt og fer fram á tímabilinu 08:00 til 16:00 þann 12. febrúar 2022.
Notuð verða rafræn skilríki fyrir kosningu í flokksvali. Ef einhver hefur ekki tök á að nota rafræn skilríki er hægt að nota tveggja þátta auðkenningu eða að hafa samband við kjörstjórn sem aðstoðar við atkvæðagreiðslu.
Nánari upplýsingar varðandi fyrirkomulag rafrænu atkvæðagreiðslunnar koma þegar nær dregur.
Lesa meira um flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hverjir hafa kosningarétt?
Eftirfarandi aðilar geta tekið þátt í forvali Samfylkingarinnar í Hafnafirði:
- Allir félagsmenn í Samfylkingunni með lögheimili í Hafnarfirði sem hafa náð 16 ára aldri á valdegi og eru skráðir í Samfylkingarfélagið í Hafnarfirði.
- Skráðir stuðningsaðilar sem eru 16 ára og eldri, hafa undirritað stuðningsyfirlýsingu og skráð sig á kjörskrá fyrir 5. febrúar 2022.
ATHUGIÐ: Til að vera skráð(ur) stuðningsaðili þarf ekki að vera skráð(ur) í Samfylkinguna.
Leiðbeiningar um skráningu fyrir stuðningsaðila
Ef þú vilt skrá þig sem stuðningsaðila, skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum. Lestu þær vandlega áður en þú skráir þig.
Þegar þú hefur smellt á hnappinn hér að ofan – Smelltu hér til að skrá þig – ferðu inn á vef Samfylkingarinnar.
Þar smellirðu á hnappinn Smelltu hér til að halda áfram.
Þú ferð næst á síðu island.is til rafrænnar auðkenningar.
Sláðu inn símanúmerið þitt og smelltu á Innskrá.
Þú færð boð um að auðkenna þig í símann og að því loknu verður þú flutt(ur) á skráningarsíðu Samfylkingarinnar.
Sjá næstu mynd.
Fyrst er spurt Hvaða aðildarfélag?
Þú velur Stuðningsaðili úr fellilistanum.
Síðan fyllir þú út alla reiti sem merktir eru með rauðri stjörnu (*).
Þegar þú hefur fyllt út alla stjörnumerkta reiti, smellir þú á hnappinn Send, neðst á myndinni.
Þá er skráningu lokið og þú getur tekið þátt í flokksvalinu 12. febrúar 2022.
Ef þig vantar aðstoð eða frekari leiðbeiningar, getur þú sent mér tölvupóst á arnith34@gmail.com eða hringt í mig í síma 864 4974.