Forsíðumynd

Árni Rúnar Þorvaldsson

bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2022-2026

Árni Rúnar Þorvaldsson
Árni Rúnar Þorvaldsson.

Ávarp

Ágætu Hafnfirðingar og aðrir lesendur!
Ég er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og skipaði 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í sveitarfstjórnarkosningunum 14. maí 2022. Lestu meira til að kynnast mér nánar.

Áherslur

Áherslur og leiðarljós

Ég vil bæ þar sem velferð og jöfnuður eru leiðarljósin við stjórnun bæjarfélagsins þar sem öllum börnum og unglingum eru tryggð jöfn tækifæri til náms og tómstunda.


Velferð og jöfnuður

Velferð og jöfnuður


Ég vil bæ þar sem velferð og jöfnuður eru leiðarljósin við stjórnun bæjarfélagsins þar sem öllum börnum og unglingum eru tryggð jöfn tækifæri til náms og tómstunda. Sem jafnaðarmaður tel ég það eitt mikilvægasta verkefni bæjarstjórnar að jafna byrðarnar í samfélaginu og leitast við að létta álögur á barnafjölskyldum og tekjulægri hópum samfélagsins.

Greinasafn

Árni Rúnar Þorvaldsson

Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum – þjóðarátak í umönnun eldra fólks 

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Allt ber að sama brunni. Við okkur blasir algjört úrræða- og getuleysi Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans á […]

Árni Rúnar Þorvaldsson

Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum

Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun […]

Stuðningur

Akstursþjónusta eldra fólks – löngu tímabær fjölgun ferða

Í upphafi þessa kjörtímabils lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði til að hafin yrði vinna við endurskoðun reglna um akstursþjónustu eldra fólks í Hafnarfirði og að Öldungaráði yrði falið að hefja þá vinnu. Um er að ræða mikilvæga þjónustu enda er markmiðið með henni m.a. að rjúfa félagslega einangrun og stuðla að félagslegri virkni. Tillagan var […]

Stuðningur

Kjara­samningar, gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir, Sjálf­stæðis­flokkurinn og Hafnar­fjörður

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði […]

Eldsumbrot og Hafnarfjörður 

Á undanförnum vikum og mánuðum höfum við öll fylgst með skelfilegum afleiðingum eldsumbrota nærri Grindavík á byggð og íbúa þar. Hugur landsmanna er hjá Grindvíkingum enda hafa þeir búið við mjög erfiðar aðstæður og mikla óvissu. Við stöndum öll með þeim og vonumst til að lausnir á aðstæðum þeirra líti dagsins ljós sem allra fyrst […]

Pin It on Pinterest