Forsíðumynd

Árni Rúnar Þorvaldsson

bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2022-2026

Árni Rúnar Þorvaldsson
Árni Rúnar Þorvaldsson.

Ávarp

Ágætu Hafnfirðingar og aðrir lesendur!
Ég er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og skipaði 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í sveitarfstjórnarkosningunum 14. maí sl. Lestu meira til að kynnast mér nánar.

Áherslur

Áherslur og leiðarljós

Ég vil bæ þar sem velferð og jöfnuður eru leiðarljósin við stjórnun bæjarfélagsins þar sem öllum börnum og unglingum eru tryggð jöfn tækifæri til náms og tómstunda.


velferð og jöfnuður


Ég vil bæ þar sem velferð og jöfnuður eru leiðarljósin við stjórnun bæjarfélagsins þar sem öllum börnum og unglingum eru tryggð jöfn tækifæri til náms og tómstunda. Sem jafnaðarmaður tel ég það eitt mikilvægasta verkefni bæjarstjórnar að jafna byrðarnar í samfélaginu og leitast við að létta álögur á barnafjölskyldum og tekjulægri hópum samfélagsins.

greinasafn

Stuðningur

Akstursþjónusta eldra fólks – löngu tímabær fjölgun ferða

Í upphafi þessa kjörtímabils lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði til að hafin yrði vinna við endurskoðun reglna um akstursþjónustu eldra fólks í Hafnarfirði og að Öldungaráði yrði falið að hefja þá vinnu. Um er að ræða mikilvæga þjónustu enda er markmiðið með henni m.a. að rjúfa félagslega einangrun og stuðla að félagslegri virkni. Tillagan var […]

Stuðningur

Kjara­samningar, gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir, Sjálf­stæðis­flokkurinn og Hafnar­fjörður

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði […]

Eldsumbrot og Hafnarfjörður 

Á undanförnum vikum og mánuðum höfum við öll fylgst með skelfilegum afleiðingum eldsumbrota nærri Grindavík á byggð og íbúa þar. Hugur landsmanna er hjá Grindvíkingum enda hafa þeir búið við mjög erfiðar aðstæður og mikla óvissu. Við stöndum öll með þeim og vonumst til að lausnir á aðstæðum þeirra líti dagsins ljós sem allra fyrst […]

Hafnarfjörður

Samráðsleysi við gerð fjárhagsáætlunar

Skýrasta birtingarmynd áhugaleysis meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á samráði og lýðræðislegri þátttöku íbúa, þrátt fyrir fögur fyrirheit í málefnasamningi meirihlutans, er meðhöndlun hans á tillögu Samfylkingarinnar um opinn kynningarfund um fjárhagsáætlun. Meirihlutinn hafði engan áhuga á viðræðum og skoðanaskiptum við bæjarbúa um þetta lykilstjórntæki bæjarstjórnar. Háfleyg orð í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um að […]

Hörðuvellir

33% hækkun skólamáltíða – Foreldraráð Hafnarfjarðar fer fram á að bærinn endurskoði ákvörðunina 

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að hækka gjaldskrá vegna skólamáltíða um 33% og um 19% á leikskólum. Jafnaðarfólk í bæjarstjórn mótmælti þessari ákvörðun harðlega og greiddi atkvæði gegn tillögunni. Ákvörðun fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks bitnar verst á þeim fjölskyldum sem höllustum fæti standa auk þess sem meirihlutinn var einfaldlega […]

Pin It on Pinterest