Forsíðumynd

Árni Rúnar Þorvaldsson

bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2022-2026

Árni Rúnar Þorvaldsson
Árni Rúnar Þorvaldsson.

Ávarp

Ágætu Hafnfirðingar og aðrir lesendur!
Ég er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og skipaði 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í sveitarfstjórnarkosningunum 14. maí 2022. Lestu meira til að kynnast mér nánar.

Áherslur

Áherslur og leiðarljós

Ég vil bæ þar sem velferð og jöfnuður eru leiðarljósin við stjórnun bæjarfélagsins þar sem öllum börnum og unglingum eru tryggð jöfn tækifæri til náms og tómstunda.

Velferð og jöfnuður

Velferð og jöfnuður


Ég vil bæ þar sem velferð og jöfnuður eru leiðarljósin við stjórnun bæjarfélagsins þar sem öllum börnum og unglingum eru tryggð jöfn tækifæri til náms og tómstunda. Sem jafnaðarmaður tel ég það eitt mikilvægasta verkefni bæjarstjórnar að jafna byrðarnar í samfélaginu og leitast við að létta álögur á barnafjölskyldum og tekjulægri hópum samfélagsins.

Greinasafn

Forsíðumynd

Glansmynd án innihalds

Síðasta fjárhagsáætlun meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði Samfylkingin lagði fram fjölda tillagna við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar í byrjun mánaðarins. Tillögurnar voru fullfjármagnaðar og áttu það allar sammerkt að miða að því að efla Hafnarfjörð og bæta hag og velferð íbúa. Þær endurspegluðu einnig skýra sýn Samfylkingarinnar fyrir bæjarfélagið og íbúa til framtíðar og sneru […]

Árni Rúnar Þorvaldsson

Húsnæðismál Félags eldri borgara og verkleysi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks

Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur brugðist eldri borgurum í Hafnarfirði vegna húsnæðismála Félags eldri borgara í Hafnarfirði, FEBH. Það kom berlega í ljós í umræðum um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Átakanlegt var að hlýða á málflutning fulltrúa meirihlutans í málinu og augljóst að hann hafði vondan málstað að verja.  Þörf á alvöru viðbrögðum í stað […]

Stuðningur

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar 75 ára

Síðastliðna helgi hélt Tónlistarskóli Hafnarfjarðar upp á 75 ára afmæli sitt með tvennum glæsilegum tónleikum í íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem nemendur og starfsfólk skólans lék listir sínar. Tónleikarnir báru sannarlega öflugu og faglegu starfi gott vitni. Óhætt er að segja að framsýni hafi legið að baki þeirri ákvörðun að stofna Tónlistarskóla Hafnarfjarðar árið 1950 […]

Árni Rúnar Þorvaldsson

Leið­rétting veiði­gjalda og varðstaðan um sér­hags­muni

Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra […]

Árni Rúnar Þorvaldsson

Leiklistarlíf Hafnarfjarðar í vanda

Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur lítið sem ekkert gert í því að styrkja stöðu leiklistarlífs í bænum á þessu kjörtímabili. Afleiðingarnar eru þær að leiklistarlíf Hafnarfjarðar er í vanda statt. Þetta er staðan sem blasir við þrátt fyrir að í málefnasamningi meirihlutans standi skýrum stöfum að aðstaða fyrir leikhús verði tryggð á kjörtímabilinu. Báðir flokkar […]

Pin It on Pinterest